Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. júlí 2018 08:44
Ívan Guðjón Baldursson
Kane má ekki skoða samfélagsmiðla
Harry Kane er búinn að gera fimm mörk í tveimur leikjum á HM.
Harry Kane er búinn að gera fimm mörk í tveimur leikjum á HM.
Mynd: Getty Images
Harry Kane hefur bannað sjálfum sér að skoða samfélagsmiðla meðan hann er á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og viðurkennir að gagnrýni netverja hafði áhrif á hann og frammistöður hans á evrópumótinu í Frakklandi 2016.

„Fyrir mig snýst þetta um að vera ekki nálægt umræðunni. Ég var svo spenntur fyrir öllu í kringum evrópumótið að ég gat varla slitið mig frá Twitter," sagði Kane.

„Það hafði neikvæð áhrif á mig því ég las alltof mikið og hugsaði alltof mikið. Ég spila upp á mitt besta þegar hugurinn minn er frjáls frá hugsunum.

„Þess vegna ákvað ég að breyta til og sleppa því að skoða samfélagsmiðla meðan ég er á HM. Ég finn talsverðan mun á sjálfum mér."

Athugasemdir
banner
banner