Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. júlí 2018 21:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford: Ekki stærsti markvörðurinn en mér er sama
Jordan Pickford.
Jordan Pickford.
Mynd: Getty Images
„Ég vann mína rannsóknarvinnu. Ég er með kraft og lipurð. Ég er ekki stærsti markvörður í heimi og mér er sama. Þetta snýst um að vera mættur á réttu augnabliki og verja, og ég gerði það," sagði Jordan Pickford, hetja Englands, eftir sigur á Kólumbí í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum á HM.

Sjá einnig:
HM: England stóðst hindrunina og mætir Svíþjóð næst

Pickford varði frábærlega undir lok venjulegs leiktíma en reyndar kom jöfnunarmark Kólumbíu úr hornspyrnu eftir þá vörslu. Í vítaspyrnukeppninni varði Pickford vítaspyrnu Carlos Bacca og varð þar með fyrsti enski markvörðurinn til að verja í vítaspyrnukeppni á stórmóti í 20 ár.

Talað var um það að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, myndi skipta Nick Pope inn á fyrir Pickford ef vítaspyrnukeppni yrði niðurstaðan. Pickford fékk hins vegar traustið og þakkaði fyrir það.

„Ég var stressaður"
Eric Dier, miðjumaður Tottenham, skoraði úr síðustu vítaspyrnu Englands.

„Ég var stressaður, ég neita því ekki. Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður en ég varð að skora. Ég er þakklátur að ég skyldi gera það," sagði Dier eftir leikinn.

„Jordan (Pickford) er frábær markvörður og á allt gott skilið. Viðhorf hans er magnað. Hann hefur verið frábær á æfingum og tekið það með sér inn í leikina."
Athugasemdir
banner
banner
banner