Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. júlí 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reyndi að eyðileggja vítapunktinn áður en Kane skoraði
Mynd: Getty Images
Markamaskínan Harry Kane er búinn að koma Englandi yfir gegn Kólumbíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins.

Markið kom úr enn einni vítaspyrnunni á þessu móti. Harry Kane steig á punktinn eftir að miðjumaðurinn Carlos Sanchez braut af honum í teignum.

Vítaspyrnan var mjög örugg að venju hjá Kane. Þetta var sjötta mark Kane á þessu móti.

Athygli vakti áður en Kane steig á punktinn að leikmaður Kólumbíu reyndi hvað hann til þess að eyðileggja vítapunktinn. Honum tókst ekki nægilega vel upp.

Leikurinn hefur verið afar erfiður fyrir Mark Geiger en öllum dómum hans er mótmælt og er mikil reiði með störf hans, sérstaklega hjá leikmönnum Kólumbíu sem eru mjög pirraðir.













Athugasemdir
banner
banner