mið 03. júlí 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Copa America í dag - Síle og Perú berjast um sæti í úrslitum
Alexis Sanchez verður í eldlínunni
Alexis Sanchez verður í eldlínunni
Mynd: Getty Images
Síðari undanúrslitaleikur Copa America fer fram í nótt en Síle og Perú berjast þá um síðasta sætið í úrslitunum.

Síle hefur unnið keppnina síðustu tvö skipti en það var gegn Argentínu árið 2015 og 2016. Perú hefur verið áskrifandi að undanúrslitunum en aðeins tvisvar í sögu keppninnar komist í úrslit og þá vannst keppnin í bæði skiptin.

Það var hins vegar árið 1939 og 1975. Perú sló út Úrúgvæ í 8-liða úrslitum á dögunum á meðan Síle hafði betur gegn Kólumbíu.

Leikur dagsins:
00:30 Síle - Perú
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner