Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 03. júlí 2019 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Risaslagur á Origo-velinum
Valur mætir Breiðablik
Valur mætir Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur í íslenska boltanum í dag en Valur og Breiðablik eigast við í Pepsi Max-deild kvenna.

Þrír leikir fara fram í Pepsi Max-deild kvenna í dag en klukkan 18:00 eigast Stjarnan og Þór/KA við. Stjarnan fékk skell í síðustu umferð er liðið tapaði fyrir Keflavík, 4-0.

Valur og Breiðablik eru að slást um titilinn í ár en liðin eru jöfn að stigum eða með 21 stig, átta stigum á undan Þór/KA sem er í þriðja sætinu. Liðin eigast við á Origo-vellinum í kvöld klukkan 19:15.

Selfoss og KR eigast svo við á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Einn leikur fer fram í Inkasso-deild kvenna er Grindavík og ÍR mætast á Mustad-vellinum.

Þá er leikið í þremur riðlum í 4. deild karla en alla leikina má sjá hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Stjarnan-Þór/KA (Samsung völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
19:15 Selfoss-KR (JÁVERK-völlurinn)

Inkasso deild kvenna
19:15 Grindavík-ÍR (Mustad völlurinn)

4. deild karla - B-riðill - 4. deild karla
20:00 KM-Úlfarnir (KR-völlur)
20:00 Afríka-Hvíti riddarinn (Leiknisvöllur)

4. deild karla - C-riðill - 4. deild karla
20:00 Fenrir-Léttir (Hertz völlurinn)

4. deild karla - D-riðill - 4. deild karla
20:00 Kóngarnir-Elliði (Þróttarvöllur)
20:00 Ægir-KFR (Þorlákshafnarvöllur)
21:00 Kría-KÁ (Vivaldivöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner