Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 03. júlí 2019 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Leeds að leggja fram tilboð í efnilegan Króata
Ivan Sunjic í leik með U21 árs landsliði Króatíu
Ivan Sunjic í leik með U21 árs landsliði Króatíu
Mynd: Getty Images
Enska B-deildarfélagið Leeds United er að undirbúa tilboð í Ivan Sunjic, leikmann Dinamo Zagreb í Króatíu, ef marka má ensku miðlana í dag.

Sunjic er 22 ára gamall spilaði með U21 árs landsliði Króatíu á EM í sumar og var fyrirliði liðsins.

Birmingham City hefur nú þegar lagt fram tilboð upp á 3,3 milljónir punda í Sunjic og því ljóst að Leeds þarf að hafa hraðar hendur en félagið undirbýr tilboð upp á 3,5 milljónir punda.

Króatískir fjölmiðlar ganga svo langt að kalla hann næsta Luka Modric en hann er djúpur miðjumaður sem hefur auga fyrir spili og hefur ítalska félagið Inter sýnt honum mikinn áhuga að undanförnu.

Leeds er að missa Kalvin Phillips frá félaginu en Aston Villa er að landa honum fyrir 30 milljónir punda og hefur því Leeds fylgst með Sunjic síðan hann lék í 3-3 jafnteflinu gegn Englendingum á EM í sumar.

Leeds seldi þá Jack Clarke til Tottenham Hotspur í gær og ljóst að liðið þarf að styrkja sig verulega ef það ætlar að vera í toppbaráttu á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner