Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. júlí 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Markaskorari Bandaríkjanna: Fann mína innri Carli Lloyd
Christen Press skorar markið
Christen Press skorar markið
Mynd: Getty Images
Christen Press, framherji bandaríska kvennalandsliðsins, var óvænt í byrjunarliðinu í 2-1 sigrinum á Englandi í undanúrslitum HM í Frakklandi í gær en hún nýtti heldur betur tækifærið.

Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska liðsins, hafði verið að glíma við meiðsli í nára og var því sett á bekkinn í gær og var það í verkahring Jill Ellis, þjálfara bandaríska liðsins, að finna leikmann í stað hennar.

Press kom inn í liðið og skoraði strax í byrjun leiks. Þetta var hennar 49. mark fyrir bandaríska landsliðið en hún segist hafa fundið sína innri Carli Lloyd í gær.

Lloyd er jú ein besta knattspyrnukona allra tíma en hún hefur skorað tvö mörk á HM í ár og 113 mörk í heildina fyrir landsliðið.

„Þetta er klikkun. Það eru svo margar tilfinningar að flæða á þessari stundu. Þvílík liðsheild og styrkur að halda þessari yfirvegun og klára dæmið, það er ótrúlegt," sagði Press.

„Ég hef verið að fylgjast með Carli Lloyd í skallaboltum, þannig ég fann mína innri Carli Lloyd þarna á þessu augnabliki," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner