Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 03. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Messi brjálaður: Dómarinn var með þeim í liði
Lionel Messi svekktur eftir leikinn í nótt.
Lionel Messi svekktur eftir leikinn í nótt.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var afar svekktur eftir 2-0 tap Argentínu gegn Brasilíu í undanúrslitum Copa America í nótt. Messi segir að Roddy Zambrano, dómari leiksins, hafi ráðið úrslitum.

„Þeir voru ekki betri en við. Þeir skoruðu snemma og annað markið kom úr vítaspyrnu sem átti ekki að dæma," sagði Messi.

„Dómgæslan var brjáluð. Við áttum klárlega að fá vítaspyrnur þegar brotið var á (Nicolas) Otamendi og 'Kun' (Sergio Aguero)."

„Dómarinn var með þeim í liði. Í öllum vafaatriðum var hann með þeim í liði."

„Þetta er ekki afsökun en sannleikurinn er sá að í þessari keppni hafa þeir flautað á heimskulega hluti, á hendi og dæmt vítaspyrnur. Í dag notuðu þeir ekki einu sinni VAR þegar atvik komu upp sem þeir áttu klárlega að skoða."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner