Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Sindri Snær: Helstu fýlu­púkar landsins segja að þetta sé ömur­legt mynd­band
Sindri Snær Jensson
Sindri Snær Jensson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Snær Jensson, markvörður KV og eigandi Húrra Reykjavík, segist hlusta lítið á gagnrýni á nýtt merki KSÍ og kynningarmyndband þess efnis.

Sindri Snær var í viðtali „Í Bítinu" á Bylgjunni í morgun þar sem hann tjáði sig um nýja merkið hjá KSÍ og nýja landsliðsbúninginn.

Álitsgjafar Fótbolta.net gáfu merkinu, búningnum og kynningunni góða dóma á miðvikudaginn en einhverjar gagnrýnisraddir hafa þó heyrst eftir kynninguna.

Sindra finnst myndbandið frábært, og kallar það „gæsahúðarmyndband.“

„Auðvitað er verið að færa í stílinn. Það er aðeins verið að gera eitthvað extra og dramatík. Allir helstu fýlupúkar landsins eru búnir að segja að þetta sé ömurlegt myndband. Þannig að ég held að þetta sé bara frábært myndband,“ segir Sindri í viðtalinu á Bylgjunni.

Sjá einnig:
Sjáðu nýja landsliðstreyju Íslands - Samningur við Puma tekur gildi
Myndband: Nýja landsliðsmerkið kynnt á magnþrunginn hátt
Álitsgjafar dæma treyjuna og merkið - Há meðaleinkunn!


Athugasemdir
banner
banner