Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stigahæsti maðurinn ekki með í umferðinni
Markaðurinn lokar klukkan 19:00
Lennon er með flest stig af öllum leikmönnum Draumaliðsdeildarinnar, 28 stig. Hann er ekki með í umferðinni.
Lennon er með flest stig af öllum leikmönnum Draumaliðsdeildarinnar, 28 stig. Hann er ekki með í umferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjabiti er aðalstyrktaraðili Draumaliðsdeildarinnar.
Eyjabiti er aðalstyrktaraðili Draumaliðsdeildarinnar.
Mynd: Eyjabiti
Fimm leikir verða í þessari umferð Draumaliðsdeildar Eyjabita, rétt eins og í síðustu umferð.

Leikur FH og Stjörnunnar fer ekki fram þar sem Stjörnumenn eru í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í hópnum. Því eru ekki stig fyrir leikmenn FH og Stjörnunnar í þessari umferð Draumaliðsdeildarinnar.

Fimmta árið í röð er harðfiskvinnslan Eyjabiti aðalstyrktaraðili Draumaliðdeildarinnar í Pepsi Max-deild karla. Draumaliðsdeildin er rekin af Fóbolta.net í samstarfi við Íslenskan toppfótbolta eins og síðustu ár en þetta er níunda árið í röð sem keppt er í Draumaliðsdeildinni.

Markaðurinn í Draumaliðsdeildinni lokar í kvöld klukkan 19:00.

föstudagur 3. júlí
20:00 Valur-ÍA (Origo völlurinn)

laugardagur 4. júlí
14:00 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)
14:00 Fjölnir-Fylkir (Extra völlurinn)
17:00 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)

sunnudagur 5. júlí
16:00 KA-Breiðablik (Greifavöllurinn)

Er kominn tími á að nota Wildcard?
Ein breyting er að venju leyfileg á milli umferða en hægt er að gera fleiri breytingar á liði sínu án þess að missa stig með því að nota „wildcard" sem nota má einu sinni yfir tímabilið.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner