Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. júlí 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Hörður og Kormákur/Hvöt á toppnum en spennan mikil
Akil De Freitas skoraði.
Akil De Freitas skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það voru þrír leikir í ástríðunni í 4. deildinni í dag, í tveimur mismunandi riðlum.

KM, sem hefur riðið feitum hesti í sumar, byrjaði vel gegn Herði frá Ísafirði og komst yfir eftir sex mínútna leik. Daníel Örn Sólveigarson skoraði glæsilegt mark. Gamanið var stutt hjá KM hins vegar. Staðan var orðin 1-3 fyrir Herði í hálfleik.

Hörður bætti svo við fjórum mörkum í seinni hálfleik og vann að lokum 1-7. Guðmundur Páll Einarsson skoraði þrennu á síðustu tíu mínútum leiksins.

Hörður er núna á toppnum í C-riðli með 19 stig. KM er á botninum án stiga.

Í D-riðli unnust tveir heimasigrar; Kormákur/Hvöt lagði Létti og KB hafði betur gegn Samherjum. Kormákur/Hvöt var 2-0 yfir gegn Létti í hálfleik og vann að lokum 4-1. KB skoraði tvisvar í seinni hálfleik gegn Samherjum og vann 2-0.

Það er mikil spenna í báðum þessum riðlum. Í C-riðli munar fjórum stigum á liðunum í fyrsta og fimmta sæti. Í D-riðli munar fimm stigum á liðunum í fyrsta og fjórða sæti. Kormákur/Hvöt leiðir D-riðil með 21 stig, svo koma Vængir Júpiters með 18 stig. Hvíti riddarinn og Léttir eru með 16 stig.

Sigurinn í dag var fyrsti sigur KB í sumar og komast þeir upp fyrir Samherja í sjöunda sæti. Samherjar, sem eru með þrjú stig, eru á botninum.

C-riðill:
KM 1 - 7 Hörður Í.
1-0 Daníel Örn Sólveigarson ('6)
1-1 Birkir Eydal ('14, víti)
1-2 Sigurður Arnar Hannesson ('32)
1-3 Birkir Eydal ('35)
1-4 Dagur Elí Ragnarsson ('71)
1-5 Guðmundur Páll Einarsson ('80)
1-6 Guðmundur Páll Einarsson ('84)
1-7 Guðmundur Páll Einarsson ('90)

D-riðill:
Kormákur/Hvöt 4 - 1 Léttir
1-0 Akil Rondel Dexter De Freitas ('8)
2-0 Sigurður Bjarni Aadnegard ('41)
3-0 Sigurður Bjarni Aadnegard ('78)
3-1 Ari Viðarsson ('89, víti)
4-1 Sigurður Bjarni Aadnegard ('95, víti)

KB 2 - 0 Samherjar
1-0 Sebastían Daníel Elvarsson ('48)
2-0 Queson Lunzitisa ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner