Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. júlí 2021 16:13
Victor Pálsson
Noregur: Jafnt í Íslendingaslag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar áttust við í norsku úrvalsdeildinni í dag er Bodo/Glimt og Viking mættust í fjögurra marka leik.

Alfons Sampsted er á mála hjá Bodo/Glimt og spilaði hann 92 mínútur í hægri bakverði.

Samúel Kári Friðjónsson spilar með Viking en hann var tekinn af velli á 68. mínútu í leik sem lauk með 2-2 jafntefli.

Veton Berisha skoraði bæði mörk Viking í leiknum og Patrick Berg gerði slíkt hið sama fyrir Bodo/Glimt.

Bodo/Glimt er tveimur stigum frá toppliði Molde í öðru sæti deildarinnar en Viking er í því fimmta eftir tvö jafntefli í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner