lau 03. júlí 2021 17:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Öryggisverðir virtust ekki glaðir með regnbogafána
Mynd: Getty Images
Núna er í gangi leikur Danmerkur og Tékklands í átta-liða úrslitunum á Evrópumótinu.

Leikið er á Ólympíuvellinum í Bakú í Aserbaídsjan.

DW Sports birtir á samfélagsmiðlum sínum athyglisverðar myndir úr stúkunni.

Á myndunum sjást danskir stuðningsmenn með regnbogafána. Öryggisverðir á vellinum voru ekki glaðir að sjá þetta, ef marka má myndirnar. „Svo virðist sem öryggisverðir hafi tekið regnbogafána af tveimur dönskum stuðningsmönnum," er skrifað við myndirnar.

UEFA hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir það hvernig sambandið hefur tæklað regnbogalitina á þessu móti. Manuel Neuer, fyrirliði Þjóðverja, spilaði með fyrirliðabandið til að sýna samstöðu með LGBTQ+ samfélaginu í Pride mánuðinum þar sem fjölbreytileikanum er fagnað. UEFA ákvað að rannsaka það hvort það væri pólitískt en hætti svo fljótlega rannsókninni eftir að netverjar gagnrýndu sambandið harðlega.

UEFA hafnaði þá beiðni frá Þýskalandi um að lýsa leikvang upp í regnbogalitunum. Sú niðurstaða af hálfu UEFA var ekki vinsæl.

Hér að neðan má sjá myndirnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner