Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. júlí 2022 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal orðað við Alex Grimaldo hjá Benfica
Grimaldo skoraði 5 mörk í 29 deildarleikjum á síðustu leiktíð sem vinstri bakvörður.
Grimaldo skoraði 5 mörk í 29 deildarleikjum á síðustu leiktíð sem vinstri bakvörður.
Mynd: EPA

Portúgalski miðillinn Record heldur því fram að Arsenal sé búið að setja sig í samband við Benfica til að kaupa vinstri bakvörðinn Alex Grimaldo.


Grimaldo er 26 ára Spánverji sem hefur spilað 249 leiki fyrir Benfica á undanförnum sex árum. Bakvörðurinn er uppalinn hjá Barcelona og var mikilvægur hlekkur í varaliði félagsins þar til hann flutti til Portúgal.

Arsenal vildi krækja í Aaron Hickey frá Bologna en það mistókst og er Grimaldo næstur á listanum. Arteta vill kaupa bakvörð sem getur hlaupið í skarðið fyrir Kieran Tierney, ólíkt Nuno Tavares sem var keyptur einmitt frá Benfica í fyrra.

Arsenal borgaði um 8 milljónir punda fyrir Tavares en þarf aðeins að greiða 6 til 7 milljónir fyrir Grimaldo sem rennur út samningi eftir ár.

Grimaldo á yfir 20 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Spánerja en hefur aldrei fengið tækifæri með A-liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner