Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 03. júlí 2023 16:14
Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétars um Gylfa á æfingu: Hann leit ótrúlega vel út
Óli Jó er í fagráði Vals og bauð Gylfa á æfingar
Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val í morgun og mun gera næstu daga.
Gylfi Þór Sigurðsson æfði með Val í morgun og mun gera næstu daga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Vals segist búast við að Gylfi stefni erlendis en það væri geggjað ef hann kæmi í Val.
Arnar Grétarsson þjálfari Vals segist búast við að Gylfi stefni erlendis en það væri geggjað ef hann kæmi í Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson er í fagráði hjá Val og er maðurinn á bakvið það að Gylfi æfir nú með Val.
Ólafur Jóhannesson er í fagráði hjá Val og er maðurinn á bakvið það að Gylfi æfir nú með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég myndi ekki segja nei við því, það gefur auga leið. Þessi gæi er í toppstandi og hefur mikið að gefa, það væru alvöru viðbætur.''
,,Ég myndi ekki segja nei við því, það gefur auga leið. Þessi gæi er í toppstandi og hefur mikið að gefa, það væru alvöru viðbætur.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er tvennt ólíkt að hlaupa og fara svo í boltahasar þar sem eru allt aðrar hreyfingar. Mér fannst hann gera það nokkuð vel en er viss um að hann mun finna aðeins til í skrokknum á morgun.''
,,Það er tvennt ólíkt að hlaupa og fara svo í boltahasar þar sem eru allt aðrar hreyfingar. Mér fannst hann gera það nokkuð vel en er viss um að hann mun finna aðeins til í skrokknum á morgun.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og spila, ef þú tekur því ekki alvarlega þá lenda menn í brasi. En þessi gæi myndi gera hlutina upp á tíu.''
,,Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og spila, ef þú tekur því ekki alvarlega þá lenda menn í brasi. En þessi gæi myndi gera hlutina upp á tíu.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Þór Sigurðsson var mættur á æfingu hjá Val í morgun en þetta var í fyrsta sinn síðan sumarið 2021 sem Gylfi mætir á fótboltaæfingu. Arnar Grétarsson þjálfari Vals býst við að Gylfi æfi með liðinu áfram næstu daga en á ekki von á að hann sé að ganga til liðs við Val.


Óli Jó boðaði komu Gylfa fyrir tveimur dögum
„Þetta kom í gegnum Óla Jó, hann er góðvinur Sigga pabba hans Gylfa og þekkir Gylfa mjög vel," sagði Arnar við Fótbolta.net í dag.

„Óli hefur verið að fylgjast með því sem er að gerast hjá þeim og er inni í hlutunum. Þegar það kom til tals að hann hefði áhuga á að taka fram skóna held ég að Óli hafi rætt við þá og spurt afhverju hann kæmi ekki á æfingar hjá Val. Þetta er alfarið Óli Jó og tenging hans við fjölskyldu Gylfa," hélt hann áfram.

Gylfi hefur verið orðaður við DC United í Bandaríkjunum en þar er Wayne Rooney knattspyrnustjóri og Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður. Þá hefur einig heyrst að hann gæti endað í Katar eða jafnvel Val.

„Þið hafið verið að fjalla um hans endurkomu í langan tíma og það hafa verið allskonar vangaveltur," sagði Arnar. „Það er búið að reyna að fá hann til að mæta á æfingar. Því var virkilega ánægjulegt þegar ég fékk símtalið frá Óla fyrir tveimur dögum að hann ætlaði að mæta."

Virkilega gaman að fá Gylfa á æfingar
Gylfi mætti svo á æfingu hjá Val í morgun, nokkuð sem vakti mikla athygli enda fyrsta æfingin í fótbolta síðan hann var hjá Everton vorið 2021.

„Það er gaman að fá svona fagmann á æfingar því ég þekki hvernig hann hefur verið að gera hlutina. Ég legg svo mikið uppúr að vera atvinnumaður 24 tíma sólarhrings, sjö daga vikunnar. Ef það er einhver sem uppfyllir það þá er það Gylfi Sig," sagði Arnar.

„Hann er fyrirmynd í öllu og vinnusamur. Það er virkilega gaman að fá hann á æfingar hjá Val, en líka gaman fyrir íslenskan fótbolta og leikmennina þar að fá hann. Menn geta vonandi lært af honum sama hversu lengi hann verður hjá okkur."

 - Hvernig leit Gylfi út á æfingunni í morgun?
„Hann er ekki búinn að vera í fótbolta af einhverju viti og það kom mér á óvart hvað hann náði að gera. Hann leit ótrúlega vel út,"  sagði Arnar. „Ég vissi að hann er búinn að vera duglegur að hreyfa sig en það er tvennt ólíkt að hlaupa og fara svo í boltahasar þar sem eru allt aðrar hreyfingar. Mér fannst hann gera það nokkuð vel en er viss um að hann mun finna aðeins til í skrokknum á morgun. Það þarf að byggja það upp hægt og rólega en miðað við það sem ég sá mun hann þurfa 3-4 vikur til að geta farið að gera eitthvað," hélt hann áfram.

 - En býstu þá við að Gylfi verði hjá ykkur í 3 - 4 vikur til viðbótar meðan hann kemur sér í gott fótboltastand?
„Ég veit ekki hver næstu skref eru hjá honum því ef það gerist eitthvað spennandi úti þá getur það gerst einn tveir og bingó. Eins og planið er held ég að hann ætli að æfa með okkur út þessa viku og ég veit ekki meira en það," sagði Arnar og hélt áfram.

„Ég er bara sáttur að sjá hann aftur í takkaskóm, hann lítur vel út sem er jákvætt og hvar sem hann endar er það jákvætt fyrir íslenska knattspyrnu. Þessi drengur hefur ennþá nóg að gefa fyrir íslenska landsliðið. Ef við erum svo heppin hér heima að sjá hann á vellinum hér þá er það geggjað fyrir íslenska knattspyrnu líka. Ég er ekki kominn það langt að hugsa um það. Hann er að æfa með okkur í einhverja daga. Það kemur í ljós.

 - Þú værir til í að fá hann í Val?
„Ég myndi ekki segja nei við því, það gefur auga leið. Þessi gæi er í toppstandi og hefur mikið að gefa, það væru alvöru viðbætur."

 - Hefurðu rætt það við Edvard Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar?
„Ég hef ekkert blandað mér í það. Ég vissi að hann væri að hugsa um að koma til baka og stefndi erlendis. Óli vildi að hann æfði hjá okkur og við erum allir þar. Við myndum allir vilja að hann væri í Val en svo verður að koma í ljós hvað verður. Ef það yrði þá væri það geggjað en ég vil ekki búast við einhverju sem eru litlar líkur á að verði."

„Það eitt og sér að hann æfi með okkur getur gefið ýmislegt. Hann er mikill fagmaður og það er gott fyrir ungu strákana og alla í liðinu. Hann sýndi strax í morgun afhverju hann hefur verið að spila í ensku úrvalsdeildinni en auðvitað er hann ekki í sama standi og hann var. Þú sérð samt alveg hvaða geta er til staðar," sagði Arnar.

„Hann hefur verið að hreyfa sig í einstaklingsþjálfun en það er allt annað en liðsþjálfun og ekki hægt að bera það saman. Það tekur smá tíma en það er bara ákveðinn klassi yfir honum. Það er virkilega gaman að hafa fengið hann á æfingar og það má sjá það hjá þeim sem fylgjast með að það er ákveðin eftirvænting að fá hann til baka og ég skil það því hann er frábær leikmaður. Íslenska landsliðið myndi njóta góðs af því að fá hann til baka þó hann sé á þessum aldri. Hann hefur nóg að gefa."

 - Heldurðu að hann væri of góður fyrir íslensku deildina
„Menn mega ekki vanmeta íslensku deildina en þessi gæi myndi ekki gera það. Ef hann yrði hér sem ég tel ekki miklar líkur á, þá held ég að hann yrði í toppstandi og myndi skara framúr. Hann mun verða vinnusamur og koma sér í toppstand. Hann er með ákveðna eiginleika sem eru á heimsklassa. Skottækni, vinstri, hægri, á heimsklassa og vinnusemin og annað. Það myndi sjást í þessari deild," sagði Arnar.

„Þó eru margir góðir leikmenn sem hafa átt góða ferla erlendis komið heim og lent í brekku við það. Íslensku liðin sem hafa farið í Evrópukeppni hafa staðið í stórum liðum eins og Víkingur gegn Malmö í fyrra sem dæmi. Það voru hörkuleikir. Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og spila, ef þú tekur því ekki alvarlega þá lenda menn í brasi. En þessi gæi myndi gera hlutina upp á tíu. Ég veit það og hef engar áhyggjur af því."

 - Hvernig kemur til að Óli er að vinna í þessu fyrir Val?
„Eftir að Óli Jó hætti sem þjálfari Vals í fyrra drógum við hann inn í ákveðið fagráð að vinna með stjórn og okkur með leikmenn og annað. Óli þekkir fótbolta út og inn og hefur verið með puttana í mörgum hlutum hjá okkur. Hann hefur í raun ekkert farið. Þó hann sé hættur að þjálfa hefur hann verið mjög mikið í kringum okkur og það er frábært að njóta hans krafta. Hann hefur verið iðinn að koma á æfingar og fylgjast með," sagði Arnar.

„Þegar ég hitti hópinn í fyrsta skiptið í nóvember í fyrra var Óli Jó þar. Hann var hluti af þessu ákveðna fagráði. Ég er alltaf að læra og Óli er hafsjór af fróðleik en líka toppeinstaklingur og skemmtilegur gæi. Þegar þetta kom til tals var aldrei spurning með það í mínum huga að hafa hann í kringum okkar. Hann er einn af þremur í fagráðinu, hinir eru Þorgrímur Þráinsson og Sævar Jónsson. Það er gott að hafa menn sem hafa þekkingu og hafa spilað leikinn. Þeir geta hjálpað og það er gott að geta rætt við menn sem sjá hlutina kannski aðeins öðruvísi. Það verður að reyna að fyrirbyggja að gera mistök í að sækja leikmenn og öðru."


Athugasemdir
banner
banner