Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. ágúst 2018 08:45
Elvar Geir Magnússon
Guðni Bergs staðfestir viðræður við Hamren
Icelandair
Erik Hamren er líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Erik Hamren er líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Getty Images
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hefur staðfest að hafa verið í viðræðum við Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfara Svía.

Fótbolti.net greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum væru viðræður KSÍ og Hamren vel á veg komnar og hann líklegastur sem næsti landsliðsþjálfari Íslands.

„Við höfum rætt við Erik Hamren. Við höfum ekki bara rætt við hann heldur fleiri," segir Guðni í samtali við Ingva Þór Sæmundsson, blaðamann Fréttablaðsins.

Hamren er 61 árs gamall og hefur lengi verið í þjálfarabransanum. Hann vann sænska bikarinn í þrígang, tvisvar með AIK og einu sinni með Örgryte. Hann vann tvo Noregsmeistaratitla með Rosenborg, 2009 og 2010, og gerði Álaborg að meisturum í Danmörku 2008.

Hamren stýrði sænska landsliðinu 2009-2016 og kom liðinu á Evrópumótin 2012 og 2016. Hann hefur ekki þjálfað síðan hann hætti með Svíþjóð 2016.

Fótbolti.net spurði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfara Vals, hvernig honum litist á að Hamren væri orðaður við landsliðsþjálfarastarfið.

Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner