Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
TM-Mót Stjörnunnar 2021 - Síðasta stórmót sumarsins
Mynd: Stjarnan
TM mót Stjörnunnar fer fram á knattspyrnusvæði Stjörnunnar í Garðabæ dagana 19.- 22.ágúst.

Keppt er í 6. 7. og 8.flokki hjá strákum og stelpum. Um 3900 þátttakendur voru á síðasta móti (árið 2019) og er mikill hugur hjá skipuleggjendum mótsins að TM-Mót Stjörnunnar 2021 verði enn glæsilegra í ár.

Þess má geta að mótið varð tíu ára í fyrra og verða því enn veglegri þátttökuverðlaun í ár.

Spilaður er 5-manna bolti í öllum flokkum og er spiltími hvers liðs að lágmarki klukkutími. Spilað er eftir nýjum reglum, þar sem ekki eru tekin innköst heldur er sparkað / rekið boltann inn á völlinn.
Leikirnir eru 12 mínútur með þremur mínútum á milli leikja. Ein leikklukka. Viðvera hvers liðs ekki meir en tvær klukkustundir. Úrslit leikja ekki skráð. Fjórir styrkleikaflokkar eru í kvennaflokkunum en sex styrkleikaflokkar hjá karlaflokkunum.

Leikið verður á eftirfarandi dögum:
Fimmtudaginn 19.ágúst – 6.-7.flokkur kvenna ( spilað frá kl.11)
Föstudaginn 20.ágúst – 8.flokkur kvenna/karla ( spilað frá kl.11)
Laugardaginn 21.ágúst – 7.flokkur karla
Sunnudaginn 22.ágúst – 6.flokkur karla

Þátttökugjald er 2.750 krónur og fylgja vegleg þátttökuverðlaun, auk þess sem þátttakendur fá að spreyta sig á hinum ýmsum þrautum og fara í liðsmyndatöku.

Vinsamlegast staðfestið skráningu með því að senda tölvupóst á [email protected]

Facebook síða mótsins en þar eru birtar frekari upplýsingar tengt mótinu
Athugasemdir
banner
banner
banner