Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 03. ágúst 2022 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Calvert-Lewin ekki með gegn Chelsea - Alli fremstur?
Mynd: Getty Images

Dominic Calvert-Lewin missir af opnunarleik Everton á enska úrvalsdeildartímabilinu sem verður gegn stórliði Chelsea á laugardaginn.


Calvert-Lewin, sem missti af fjórum mánuðum á síðustu leiktíð, varð fyrir hnémeiðslum á æfingu og verður því ekki með um helgina.

Læknateymi Everton er að skoða leikmanninn og segir Frank Lampard að hann búist við að þetta séu ekki alvarleg meiðsli.

„Við erum vongóðir um að þetta sé ekki alvarlegt. Hann mun missa af leiknum gegn Chelsea," sagði Lampard.

„Hann hefur litið afar vel út á undirbúningstímabilinu og það er synd að missa hann í svona óvænt meiðsli."

Salomon Rondon getur ekki byrjað í fremstu víglínu Everton þar sem hann er í leikbanni frá því á síðustu leiktíð. Það er mögulegt að Dele Alli fái að byrja í fremstu víglínu en kantmennirnir Anthony Gordon og Alex Iwobi koma einnig til greina.

Hinn 25 ára gamli Calvert-Lewin skoraði aðeins fimm mörk í átján leikjum á síðustu leiktíð þar sem hann var mikið fjarverandi vegna meiðsla. Á leiktíðinni þar á undan gerði hann 21 mark í 39 leikjum.

Seamus Coleman og Andros Townsend eru einnig fjarverandi vegna meiðsla og þá eru Asmir Begovic, Yerry Mina og Tom Davies tæpir.

Í liði Chelsea eru flestir heilir. Timo Werner er meiddur á meðan Ross Barkley og Armando Broja eru aðeins hnjaskaðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner