Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. ágúst 2022 22:36
Ívan Guðjón Baldursson
Telles fer í læknisskoðun hjá Sevilla á morgun
Telles spilaði 21 úrvalsdeildarleik er Man Utd endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.
Telles spilaði 21 úrvalsdeildarleik er Man Utd endaði í sjötta sæti á síðustu leiktíð.
Mynd: EPA

Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles er á leið til Sevilla á eins árs lánssamningi án kaupmöguleika. Hann er þegar lentur á Spáni og fer í læknisskoðun á morgun.


Telles mun því snúa aftur til Manchester næsta sumar þar sem hann er samningsbundinn til 2024 með möguleika á eins árs framlengingu.

Sevilla borgar 2 milljónir evra fyrir hluta af launum Telles en Man Utd borgar restina af launapakka leikmannsins.

Telles er 29 ára og hefur spilað 50 leiki á tveimur árum hjá Man Utd. Hann á sex leiki að baki fyrir landslið Brasilíu og hefur áður spilað fyrir Inter, Porto og Galatasaray í Evrópu.

Telles mun berjast við argentínska landsliðsmanninn Marcos Acuna um byrjunarliðssæti hjá sínu nýja félagi. Það er ekki pláss fyrir hann hjá Man Utd eftir komu Tyrell Malacia og Lisandro Martinez.


Athugasemdir
banner
banner
banner