Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 03. ágúst 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag um Ronaldo: Dæmdur eftir því hvernig hann spilar núna
Mynd: EPA

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United svaraði spurningum Sky Sports um Frenkie de Jong og Cristiano Ronaldo.


Man Utd hefur áhuga á De Jong og er talið að Barcelona hafi samþykkt tilboð félagsins munnlega en leikmaðurinn sjálfur vill vera áfram hjá Börsungum. Óljóst er hvort það sé af ást við félagið eða vegna ógoldinna launa.

„Við vitum hvað við viljum og það snýst ekki um að kaupa leikmenn heldur um að kaupa réttu leikmennina. Þess vegna förum við varlega í leikmannamarkaðinn," sagði Ten Hag, sem var spurður út í De Jong og Ronaldo.

„Ég get ekki talað um hann (De Jong) því ég tala ekki um leikmenn sem eru ekki samningsbundnir Manchester United.

„Ég held að Ronaldo geti passað inn í leikstílinn sem ég vil spila hérna. Fyrsta skrefið fyrir hann er að koma sér í leikform því hann er bara nýbyrjaður að æfa.

„Hann er stórkostlegur fótboltamaður og hefur sannað það í ótal skipti en hann verður dæmdur eftir því hvernig hann spilar núna, ekki hvernig hann spilaði í fortíðinni.

„Allir leikmennirnir í liðinu þurfa að sanna sig, Cristiano meðtalinn."


Athugasemdir
banner
banner
banner