Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 03. september 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði: Þetta er sérstakur klúbbur
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í annað andrúmsloft og hitta strákana. Það eru tveir spennandi leikir framundan og ekkert nema eftirvænting," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í dag.

Jón Daði yfirgaf herbúðir Reading í sumar og gekk til liðs við Millwall sem spilar einnig í Championship deildinni á Englandi. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjun tímabils í deildinni.

„Þetta er búið að vera allt í lagi. Þrátt fyrir lítinn spiltíma í byrjun þá hefur liðinu gengið framar vonum og við erum að ná í góð stig í erfiðri deild. Það var gott fyrir mig að spila þennan bikarleik og skora tvö mörk og ná í sjálfstraust."

Jón Daði skoraði tvö mörk gegn C-deildarliði Oxford í deildabikarnum í síðustu viku en klikkaði síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Millwall tapaði.

„Þetta var týpískur enskur fótbolti. Við vorum 2-0 yfir þangað til á 87. mínútu en þeir jafna og það var sjokk. Ég átti að gera betur í þessu víti en það kemur síðar."

Stuðningsmenn Millwall hafa oft komist í fréttirnar í gegnum tíðina fyrir ranga hluti.

„Þetta er sérstakur klúbbur. Þetta er kannski stór, lítill klúbbur. Stuðningsmennirnir eiga sér sögu fyrir að vera villtir. Ég hef ekki fundið neitt fyrir því. Þeir eru mjög aggressívir á góðan hátt og andrúmsloftið er skemmtilegt. Þetta er no-nosense fótbolti og barningur. Ég finn fyrir trausti hjá þjálfurunum og félaginu þó að ég hafi ekki spilað mikið. Þetta er langt tímabil og ég er spenntur fyrir framtíðinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar tjáir Jón Daði sig meira um Millwall og leikstíl liðsins sem og komandi landsleiki gegn Moldavíu og Albaníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner