Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 03. september 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði: Þetta er sérstakur klúbbur
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf gaman að koma hingað í annað andrúmsloft og hitta strákana. Það eru tveir spennandi leikir framundan og ekkert nema eftirvænting," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í dag.

Jón Daði yfirgaf herbúðir Reading í sumar og gekk til liðs við Millwall sem spilar einnig í Championship deildinni á Englandi. Hann hefur fengið fá tækifæri í byrjun tímabils í deildinni.

„Þetta er búið að vera allt í lagi. Þrátt fyrir lítinn spiltíma í byrjun þá hefur liðinu gengið framar vonum og við erum að ná í góð stig í erfiðri deild. Það var gott fyrir mig að spila þennan bikarleik og skora tvö mörk og ná í sjálfstraust."

Jón Daði skoraði tvö mörk gegn C-deildarliði Oxford í deildabikarnum í síðustu viku en klikkaði síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Millwall tapaði.

„Þetta var týpískur enskur fótbolti. Við vorum 2-0 yfir þangað til á 87. mínútu en þeir jafna og það var sjokk. Ég átti að gera betur í þessu víti en það kemur síðar."

Stuðningsmenn Millwall hafa oft komist í fréttirnar í gegnum tíðina fyrir ranga hluti.

„Þetta er sérstakur klúbbur. Þetta er kannski stór, lítill klúbbur. Stuðningsmennirnir eiga sér sögu fyrir að vera villtir. Ég hef ekki fundið neitt fyrir því. Þeir eru mjög aggressívir á góðan hátt og andrúmsloftið er skemmtilegt. Þetta er no-nosense fótbolti og barningur. Ég finn fyrir trausti hjá þjálfurunum og félaginu þó að ég hafi ekki spilað mikið. Þetta er langt tímabil og ég er spenntur fyrir framtíðinni."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en þar tjáir Jón Daði sig meira um Millwall og leikstíl liðsins sem og komandi landsleiki gegn Moldavíu og Albaníu.
Athugasemdir
banner