fim 03. september 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Kría hafði betur gegn Smára - Árborg skoraði tíu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kría tók á móti Smára í hörkuleik í 4. deildinni í kvöld þar sem heimamenn komust í tveggja marka forystu snemma leiks.

Guðmundur Andri Ólason minnkaði muninn fyrir Smára og misstu heimamenn Theodór Árna Mathiesen af velli með rautt spjald skömmu fyrir leikhlé. Staðan 2-1 og Kría manni færri.

Tíu leikmenn Kríu gerðu góðan leik og skoraði Davíð Fannar Ragnarsson þriðja mark heimamanna í upphafi síðari hálfleiks.

Bæði lið fengu færi en næsta mark leit ekki dagsins ljós fyrr en á 88. mínútu. Þá gerði Arnþór Páll Hafsteinsson endanlega út um viðureignina.

Garðar Elí Jónasson klóraði í bakkann undir lokin en það gerði ekkert til. Kría er með fimm stiga forystu á toppi D-riðils. Smári er í fjórða sæti og á ekki raunhæfa möguleika á toppsætunum.

Kría 4 - 2 Smári
1-0 Birkir Rafnsson ('5)
2-0 Fannar Freyr Ómarsson ('8)
2-1 Guðmundur Andri Ólason ('13)
3-1 Davíð Fannar Ragnarsson ('51)
4-1 Arnþór Páll Hafsteinsson ('88)
4-2 Garðar Elí Jónasson ('90)
Rautt spjald: Theodór Árni Mathiesen, Kría ('43)

Árborg rúllaði þá yfir Mídas og eru Selfyssingar í þriðja sæti, tveimur stigum eftir KH sem á þó leik til góða.

Árborg skoraði tíu mörk á útivelli gegn botnliðinu sem er aðeins með sex stig eftir 13 umferðir.

Magnús Hilmar Viktorsson setti þrjú og Aron Freyr Margeirsson var með tvö.

Mídas 1 - 10 Árborg
0-1 Magnús Hilmar Viktorsson ('5)
0-2 Magnús Hilmar Viktorsson ('10)
0-3 Aron Freyr Margeirsson ('24)
0-4 Daníel Ingi Birgisson ('31)
0-5 Aron Freyr Margeirsson ('37)
0-6 Aron Örn Þrastarson ('49)
0-7 Magnús Hilmar Viktorsson ('51)
0-8 Haukur Ingi Gunnarsson ('54)
1-8 ('75)
1-9 Guðmundur Aðalsteinn Sveinsson ('84)
1-10 Guðmundur Garðar Sigfússon ('88)

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner