Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. september 2020 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Appie Nouri grét þegar hann heyrði í Donny
Van de Beek og Nouri í bikarleik með Ajax í desember 2016.
Van de Beek og Nouri í bikarleik með Ajax í desember 2016.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek skrifaði undir samning við Manchester United á dögunum og mun hann klæðast treyju númer 34 til heiðurs Abdelhak 'Appie' Nouri, fyrrum liðsfélaga sínum hjá Ajax.

Nouri var í treyju númer 34 hjá Ajax þegar hann hneig til jarðar í æfingaleik fyrir þremur árum og varð fyrir varanlegum heilaskaða.

Donny og Appie eru miklir félagar og segir Mohammed Nouri, faðir Appie, að sonur sinn hafi grátið gleðitárum þegar hann heyrði rödd Donny í gegnum símtólið.

„Appie grét gleðitárum og var augljóslega hreyfður þegar hann heyrði rödd Donny," sagði Mohammed.

Donny hringdi í Nouri fjölskylduna til að segja þeim að hann væri búinn að skrifa undir samning við Man Utd.

Nouri lék 15 leiki fyrir aðallið Ajax tímabilið 2016-17 og var talinn eiga bjarta framtíð í boltanum. Hann spilaði fyrir öll yngri landslið Hollands en hann og Van de Beek eru jafnaldrar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner