Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 03. september 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Þýskalands og Spánar: Werner og Rodrigo leiða línurnar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýskaland tekur á móti Spáni í fyrsta leik kvöldsins í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Bæði lið tefla fram tilraunakenndum byrjunarliðum og verður áhugavert að fylgjast með gangi mála.

Robin Gosens spilar sinn fyrsta landsleik fyrir Þýskaland sem teflir fram áhugaverðri sóknarlínu sem er mynduð af Julian Draxler, Timo Werner og Leroy Sane.

Spánverjar mæta til leiks með Pau Francisco Torres í miðverði og fær Fabian Ruiz að byrja á miðjunni. Ferran Torres er á vinstri kanti, Jesus Navas á hægri og Rodrigo Moreno nýr leikmaður Leeds leiðir sóknarlínuna.

Joachim Löw er þjálfari Þýskalands á meðan Luis Enrique sér um spænska landsliðið. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Þýskaland: Trapp, Gosens, Rüdiger, Süle, Kehrer, Gündogan, Kroos, Emre Can, Draxler, Werner, Sane
Varamenn: Leno, Baumann, Ginter, Koch, Neuhaus, Tah, Waldschmidt, Serdar, Havertz, Brandt

Spánn: De Gea, Carvajal, Ramos, Pau Torres, Gaya, Busquets, Thiago, Ruiz, Ferran Torres, Rodrigo, Navas
Varamenn: Kepa, Simon, Rodri, D. Llorente, Merino, Olmo, Reguilon, Oscar, Garcia, Fati, Moreno
Athugasemdir
banner
banner
banner