Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 03. september 2020 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
City Football Group búið að kaupa Troyes í Ligue 2
Khaldoon Al Mubarak, annar stofnenda City Football Group, ásamt framkvæmdastjóranum Ferran Soriano.
Khaldoon Al Mubarak, annar stofnenda City Football Group, ásamt framkvæmdastjóranum Ferran Soriano.
Mynd: Getty Images
City Football Group, eigendahópur Manchester City, er búið að bæta enn einu knattspyrnufélaginu við sig.

Félagið heitir Troyes og leikur í Ligue 2, B-deild franska boltans. Troyes var ekki fyrsta val City Football Group sem reyndi að kaupa AS Nancy síðasta vor en hætti við eftir að Covid-19 skall á.

Troyes er tíunda félag City Football Group en Guðmundur Þórarinsson og Kolbeinn Þórðarson leika fyrir tvö félögin.

Gummi Tóta er leikmaður New York City FC í MLS deildinni á meðan Kolbeinn leikur fyrir Lommel í belgísku B-deildinni.

City Football Group á einnig Melbourne City FC í Ástralíu, Yokohama F. Marinos í Japan, Montevideo City Torque í Úrúgvæ, Girona FC á Spáni, Sichuan Jiuniu FC í Kína og Mumbay City FC á Indlandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner