Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 03. september 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
De Beek var á leið til Real Madrid í mars
Mynd: Getty Images
Sjaak Swart, umboðsmaður Donny van de Beek, segir að Real Madrid hafi verið nánast búið að ganga frá kaupum á honum áður en kórónaveiru faraldurinn skall á í mars.

De Beek gekk í gær til liðs við Manchester United en hann skrifaði undir fimm ára samning á Old Trafford.

„Það höfðu mörg félög áhuga á Van de Beek," sagði Swart.

„Það var Madrid, Barca, Juve, Arsenal og í mars var allt klárt til að hann myndi ganga í raðir Real Madrid en eftir faraldurinn frestaðist það. Félögin hafa enga innkomu. Staðan breyttist algjörlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner