Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. september 2020 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Hólmfríður: Sá staðsetninguna á Söndru og lét bara vaða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir gerði eina mark leiksins er Selfoss lagði Val að velli í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.

Hólmfríður skoraði laglegt mark á 75. mínútu með skoti af vítateigslínunni.

„Ég sá staðsetninguna á Söndru og ákvað bara að láta vaða, ég sé ekki eftir því," svaraði Hólmfríður þegar hún var spurð hvers vegna hún hafi ákveðið að skjóta frekar en að fara nær markinu þar sem leiðin virtist greið.

„Þetta var mikil barátta allan tímann og við gáfumst aldrei upp. Við fengum víti á okkur sem Kaylan varði frábærlega, við ætluðum okkur bara sigur til þess að komast áfram í þessari keppni. Við vissum að þetta myndi vera hörkuleikur, þetta Valslið er með frábæra leikmenn en við líka."

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur að leikslokum og sagði sigur Selfyssinga hafa verið ósanngjarnan. Því var Hólmfríður ósammála.

„Mér fannst þetta vera jafn leikur og Valsliðið var ekki að opna okkur. Þær áttu fín skot en það voru engin dauðafæri. Þetta var 50/50 leikur og góð lið sem mættust í dag. Þetta endaði bara okkar megin.

„Það verður gaman að sjá hverjum við mætum í undanúrslitum. Enginn draumamótherji en við viljum bara heimaleik."


Fréttamaður átti erfitt með að taka viðtal vegna blöndu af hvössum vindi og tveggja metra reglunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner