Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 03. september 2020 10:55
Elvar Geir Magnússon
Gaui Þórðar hafði engan áhuga á að tjá sig um Emir Dokara
Lengjudeildin
Emir Dokara.
Emir Dokara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Þórðarson, þjálfari Víkings í Ólafsvík, var ekki sáttur við að fá spurningu um Emir Dokara eftir jafntefli gegn Fram í Lengjudeildinni í gær.

Emir Dokara er kominn í leyfi frá félaginu en hann sagði frá því í síðasta mánuði að Guðjón hefði komið illa fram við sig.

Sigurður Marteinsson fréttamaður Fótbolta.net ætlaði að ræða við Guðjón um þessi mál en hann hafði engan áhuga á því.

„Nú hefur ýmislegt gengið á í Ólafsvík á þessu tímabili, Emir er kominn í leyfi frá félaginu..." sagði Sigurður við Guðjón eftir leik en hann greip þá fram í:

„Ætluðum við ekki að tala um þennan leik? Leik Fram og Víkings?"

Viðtalinu lauk svo á því að rætt var um leikinn en Ólafsvíkurliðið hefur gert þrjú jafntefli í röð og er í níunda sæti Lengjudeildarinnar.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner