banner
   fim 03. september 2020 14:00
Elvar Geir Magnússon
Gaupi með grímu og þurfti að taka viðtöl úr fjarlægð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íþróttafréttamaðurinn reynslumikli Guðjón Guðmundsson, Gaupi, var mættur á U21 landsliðsæfinguna í dag og tók þar viðtöl fyrir Stöð 2.

Eins og flestir þarf Gaupi að venja sig að nýjum og breyttum aðstæðum vegna kórónaveirufaraldursins.

Gaupi var með grímu og þurfti að halda tveggja metra fjarlægð frá viðmælendum sínum.

Hann tók viðtöl við Arnar Þór Viðarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Líkt og ljósmyndari Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð, voru Gaupi og hans tökumaður hitamældir við komuna á Víkingsvöllinn.

Grímuskylda er fyrir alla fjölmiðlamenn sem mæta á landsliðsviðburði á næstunni, þar á meðal stórleik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni.

Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Hafliði tók á æfingunni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner