Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. september 2020 12:36
Magnús Már Einarsson
Havertz að verða dýrasti leikmaður í sögu Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur náð samkomulagi við Bayer Leverkusen um kaup á miðjumanninum Kai Havertz.

Chelsea mun greiða 71 milljón punda fyrir Havertz en 17 milljónir punda bætast síðan við í bónusgreiðslum.

Viðræður á milli félaga hafa staðið yfir undanfarnar vikur og samkomulag náðist í gær.

Havertz verður dýrasti leikmaðurinn í sögu Chelsea en markvörðurinn Kepa Arrizabalaga var áður dýrastur þegar hann kom frá Athletic Bilbao á 71,6 milljónir punda.

Havertz er í verkefni með þýska landsliðinu í augnablikinu en hann mun síðan fara í læknisskoðun og klára skiptin til Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner