Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   fim 03. september 2020 19:59
Ester Ósk Árnadóttir
Jakob Leó: Við stefnum upp
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Þetta spilaðist eins og við vildum og mér fannst við vera ofan á svona heilt yfir í baráttu og gæðum í þeim atriðum sem við vildum kalla fram í leiknum," sagði Jakob þjálfari Hauka eftir tap á móti Þór/KA í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Haukar

„Leikurinn þróaðist nákvæmlega eins og við vildum. Ég er gríðalega stoltur af mínu liði, þær voru frábærar í dag."

Haukastelpur voru flottar og gáfu Þór/KA sem er deild ofar ekki tommu eftir.

„Við erum á góðu róli í deildinni og erum að vinna í ákveðnum þáttum. Við þurftum að nálgast þennan leik á annan hátt. Við vorum að mæta liði sem er í deild fyrir ofan og mér fannst við sýna það í þessum leik að við værum síst slakari aðilinn."

Liðið komst yfir í seinni hálfleik en fékk svo á sig þrjú mörk.

„Það var virkilega svekkjand. Mér fannst eiginlega ósanngjarnt að við værum ekki eitt eða tvö núll yfir í hálfleik. Við áttum að fá augljósa vítaspyrnu og fengum sénsa þar sem þær klúðra sendingu í öftustu línu og það vantaði lítið upp á að við kæmust inní það. Við vissum að við myndum fá sénsa í seinni hálfleik og ætluðum að láta það telja og halda hreinu. Hins vegar kemur móment þar sem við sofnum á verðinum. Arna Sif er stórhættuleg í föstum leikatriðum."

Liðið er í þriðja sæti í Lengjudeildinni með 20 stig og ekki búið að tapa í síðustu fjórum leikjum.

„Við stefnum upp og við sýndum það í dag. Við vorum jafn góðar og þær í dag. Það segir okkur bara eitt að við getum verið í efstu deild."

Haukar eiga Víking R. í næsta leik en þær eru búnar að mæta þeim tvisvar í sumar. Einu sinni í bikar þar sem þær unnu og einu sinni í deild þar sem þær töpuðu.

„Við erum búnar að læra af þessum tveimur leikjum töluvert. Við erum með ákveðna taktík sem við ætlum að beita í þeim leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner