Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 03. september 2020 20:53
Helga Katrín Jónsdóttir
Jón Stefán: Stór sigur fyrir framhaldið
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Augnablik tók í kvöld á móti Tindastól í 11. umferð Lengjudeildar kvenna á Kópavogsvelli. Þar sigruðu gestirnir örugglega með fjórum mörkum gegn engu. Jón Stefán Jónsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum sáttur eftir leik:

Lestu um leikinn: Augnablik 0 -  4 Tindastóll


"Já tilfinningin er góð. Þetta var ekki bara stórsigur heldur líka stór sigur fyrir framhaldið. Við vissum alveg að Augnablik yrðu gríðarlega sterkar sem þær voru. Mér fannst þetta aldrei vera 4-0 leikur en munurinn er að við höfum ákveðin gæði í okkar hóp sem hjálpa okkur mikið í svona stöðu."




Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Tindastóll tók öll völd á vellinum þegar þær komust yfir:

"Já það er þannig þegar þú ert með ungan hóp, við höfum ekki oft verið í þessari stöðu. Hver leikur telur svo ofboðslega mikið og það er svo mikið stress og auðvitað léttir það á liðinu þegar við skorum. En mér fannst við ekki vera óþolinmóðar, við vissum að við værum að spila á móti sterku liði og við berum mikla virðingu fyrir hverjum einasta andstæðingi í þessari deild og við hefðum verið alveg róleg þó staðan hefði verið 0-0 á 80. mínútu. Það kemur fyrir það sem kemur fyrir í þessu."

"Það er skýrt, við viljum fara upp og höfum sagt það frá byrjun. Þetta lítur auðvitað vel út en þetta er fljótt að breytast. Keflavík og Haukar eru þarna og eru hörkulið. Árstíminn platar okkur aðeins, það halda allir að þetta sé að verða búið en það eru 7 leikir eftir svo þetta er langt frá því að vera búið. Þetta er bara gamla tuggan, einn í einu og sjá hvert það leiðir okkur."




Murielle Tiernan hefur verið frábær í deildinni í sumar og er komin með 15 mörk:

"Hún er alveg frábær og liðsfélagarnir hjálpa henni svo mikið og kunna á hana. Auðvitað er hún okkur gríðarlega mikilvæg og ég segi það fullum fetum að hún geti auðveldlega spilað í öllum liðum á Íslandi. En ég vil minna á það að við erum lið og það er fullt af góðum leikmönnum í þessu liði."




Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
 


Athugasemdir
banner
banner
banner