Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 03. september 2020 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Natasha gerði sigurmark Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 2 - 1 Fjölnir
1-0 Paula Watnick ('32)
1-1 Marta Björgvinsdóttir ('57)
2-1 Natasha Moraa Anasi ('83)
Rautt spjald: Dusan Ivkovic, Fjölnir ('93)

Keflavík lagði Fjölni að velli er liðin mættust í fyrri leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna.

Keflavík hélt boltanum vel í leiknum en átti erfitt með að brjóta agaða vörn gestanna á bak aftur.

Paula Watnick kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik en Marta Björgvinsdóttir náði að jafna eftir leikhlé.

Fjölnisstúlkur spiluðu góðan varnarleik en Keflvíkingar náðu að lokum að brjótast í gegn og skora sigurmarkið. Það gerði fyrirliðinn Natasha Moraa Anasi á 83. mínútu.

Dusan Ivkovic þjálfari Fjölnis fékk rautt spjald á lokamínútunum.

Keflavík er á toppinum eftir sigurinn en mun missa sætið innan skamms þar sem Tindastóll er tveimur mörkum yfir gegn Augnabliki. Þegar þeim leik lýkur mun Keflavík vera í öðru sæti, einu stigi eftir Tindastóli sem á leik til góða.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner