Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. september 2020 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli að ganga frá Sokratis - Atalanta að fá Romero
Mynd: Arsenal
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera á leikmannamarkaðinum þessa dagana og er gríski miðvörðurinn Sokratis Papastathopoulos á leið til Napoli.

Sokratis er 32 ára gamall og á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Gennaro Gattuso er hrifinn af Sokratis, sem býr yfir reynslu úr ítalska boltanum eftir að hafa spilað fyrir Genoa og Milan fyrir áratugi síðan.

Sokratis hefur spilað 69 leiki á tveimur árum hjá Arsenal auk þess að eiga 90 landsleiki að baki fyrir Grikkland.

Atalanta er þá einnig að næla sér í miðvörð, hinn argentínska Cristian Romero sem kemur frá Juventus.

Romero er 22 ára gamall og var keyptur til Genoa fyrir tveimur árum. Hann gerði frábærlega á sínu fyrsta tímabili svo Juve ákvað að festa kaup á honum fyrir 26 milljónir evra og lána hann aftur til Genoa út leiktíðina.

Romero átti aðra góða leiktíð en virðist nú vera á leið til Atalanta þar sem samkeppnin um miðvarðarstöðurnar hjá Juve er gríðarleg.

Miðvörðurinn ungi á 7 leiki að baki fyrir U20 landslið Argentínu.
Athugasemdir
banner