Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo með sýkingu í fæti - Gæti misst af Króatíu og Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo er með sýkingu í fæti og gæti því misst af erfiðum landsleikjum Portúgals sem eru framundan í Þjóðadeildinni, gegn Króatíu og Svíþjóð.

Ronaldo er í sýklalyfjameðferð en liðsfélagi hans Renato Sanches yfirgaf landsliðshópinn vegna sama vandamáls í dag, hann er einnig með sýkingu í fæti.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir portúgalska landsliðið og Ronaldo sjálfan, sem vill ólmur skora sitt hundraðasta landsliðsmark. Hann er kominn með 99 mörk í 164 landsleikjum og er aðeins tíu mörkum frá heimsmeti Ali Daei, fyrrum fyrirliða Íran sem setti 109 mörk í 149 landsleikjum.

Það vekur athygli að Ollie McBurnie dró sig úr skoska landsliðshópnum af sömu ástæðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner