banner
   fim 03. september 2020 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Segja Juve hafa náð samkomulagi við Suarez - Vidal til Inter
Það væri afar skemmtilegt að sjá Suarez spila með Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala.
Það væri afar skemmtilegt að sjá Suarez spila með Cristiano Ronaldo og Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Gianluca Di Marzio er meðal fréttamanna sem greina frá því að Juventus og Luis Suarez séu búin að komast um samkomulagi um laun.

Suarez á eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona og er þessa dagana í viðræðum við félagið til að geta losnað fyrr. Ronald Koeman, þjálfari Börsunga, telur sig ekki hafa not fyrir Suarez sem hann telur vera á alltof háum launum fyrir 33 ára sóknarmann.

Arturo Vidal á einnig ár eftir af samningi sínum við Barca og er ástandið á hans bæ svipað og hjá Suarez.

Spænskir fréttamenn segja Vidal vera á leið til Inter. Ítalska félagið mun greiða lága táknræna summu fyrir miðjumanninn, líkt og Sevilla gerði til að fá Ivan Rakitic.

Vidal er 33 ára og var meðal bestu miðjumanna Serie A á tíma sínum hjá Juventus frá 2011 til 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner