Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. september 2020 21:59
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sigurmark Brands gegn Möltu: Beint úr aukaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyjar tóku á móti Möltu í D-deild Þjóðadeildarinnar fyrr í kvöld og úr varð hörkuleikur.

Klaemint Olsen kom Færeyingum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir frá Möltu sneru stöðunni við og leiddu allt þar til í lokin.

Andreas Olsen jafnaði metin á 87. mínútu og gerði Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, sigurmarkið skömmu síðar.

Markið var ekki af verri endanum þar sem Brandur skoraði beint úr aukaspyrnu til að tryggja sínum mönnum þrjú stig.

Brandur, sem verður 25 ára í desember, skoraði 16 mörk í 48 keppnisleikjum hjá FH. Hann er í dag leikmaður Helsingborg og hefur spilað 13 leiki af 18 hjá félaginu það sem af er tímabils. Helsingborg er í fallbaráttu í efstu deild sænska boltans sem stendur.


Athugasemdir
banner
banner
banner