Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. september 2020 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu sigurmark Ungverja: Rugluð aukaspyrna Szoboszlai
Szoboszlai á framtíðina fyrir sér.
Szoboszlai á framtíðina fyrir sér.
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Dominik Szoboszlai er orðinn lykilmaður í landsliði Ungverja þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

Szoboszlai er vinstri kantmaður sem getur einnig leikið á miðjunni og hefur verið að gera frábæra hluti með besta liði austurríska boltans, RB Salzburg.

Þar hefur hann gert 17 mörk í 61 leik en þetta var hans annað mark í 9 leikjum fyrir ungverska landsliðið.

Ungverjaland heimsótti Tyrkland í Þjóðadeildinni fyrr í kvöld og uppskar óvæntan 0-1 sigur eftir jafnan leik.

Szoboszlai gerði eina mark leiksins á 80. mínútu, beint úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann tók magnað skot þar sem markvörður Tyrkja átti aldrei möguleika enda ruglað flug á boltanum.

Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá markið með að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner