banner
   fim 03. september 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Stuttgart ætlar að krækja í Messi - Didavi búinn að gefa upp tíuna
Messi er þessa dagana að berjast fyrir því að fá að yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu.
Messi er þessa dagana að berjast fyrir því að fá að yfirgefa Barcelona á frjálsri sölu.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Stuttgart er tilbúið til að taka á móti argentínska snillingnum Lionel Messi sem gæti verið á förum frá Barcelona á næstu vikum.

Messi hefur helst verið orðaður við Manchester City en þýska félagið, sem er nýkomið aftur upp í efstu deild, ætlar að stela honum.

Þýski framherjinn Daniel Didavi er búinn að gefa upp treyjunúmerið sitt, tíuna klassísku, svo Messi þurfi ekki að finna sér nýtt treyjunúmer.

Þegar það byrjaði að fréttast að Messi væri falur byrjuðu félög víða um heim að grínast með að krækja í stórstjörnuna. Stuttgart hefur tekið það skrefinu lengra og hrintu stuðningsmenn félagsins af stað söfnun til að kaupa Messi. Markmiðið er að safna 900 milljónum evra á nokkrum vikum.

Stuðningsmenn hafa þegar safnað tæplega 6000 evrum en hér er augljóslega um grín að ræða og mun upphæðin renna í góðgerðarstarf.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner