Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin A-deild: Jafnt í Þýskalandi - Úkraína lagði Sviss
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru tveir leikir fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld, þar sem Þýskaland og Spánn áttust við í risaslag á meðan Úkraína tók á móti Sviss.

Í Þýskalandi gerði Timo Werner, nýr leikmaður Chelsea, fyrsta mark leiksins á 51. mínútu eftir lága sendingu frá Robin Gosens sem var að spila sinn fyrsta landsleik.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem Spánverjar voru meira með boltann en liðin skiptust á að eiga færi.

Leikurinn var gríðarlega opinn á lokamínútunum og komust Spánverjar tvisvar hársbreidd frá því að jafna áður en jöfnunarmarkið leit loksins dagsins ljós. Það skoraði bakvörðurinn Jose Gaya á 96. mínútu.

David De Gea varði sjö skot í leiknum og var að margra mati besti maður vallarins.

Úkraína og Sviss eru í sama riðli og hafði Úkraína betur á heimavelli þökk sé mörkum frá úrvalsdeildarleikmönnunum Andriy Yarmolenko og Oleksandr Zinchenko.

Haris Seferovic gerði eina mark Svisslendinga í hörkuleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn og staðan 1-1 í leikhlé en heimamenn stjórnuðu síðari hálfleiknum og náðu gestirnir ekki að hitta rammann eftir leikhlé.

Þýskaland 1 - 1 Spánn
1-0 Timo Werner ('51)
1-1 Jose Gaya ('96)

Úkraína 2 - 1 Sviss
1-0 Andriy Yarmolenko ('14)
1-1 Haris Seferovic ('41)
2-1 Oleksandr Zinchenko ('68)
Athugasemdir
banner
banner