Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 03. september 2020 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Sjokk í Tyrklandi - Þrír Olsenar skoruðu í sigri Færeyja
Hinn efnilegi Szoboszlai gerði eina mark Ungverja.
Hinn efnilegi Szoboszlai gerði eina mark Ungverja.
Mynd: Getty Images
Dzyuba afgreiddi Serbíu.
Dzyuba afgreiddi Serbíu.
Mynd: Getty Images
Brandur gerði sigurmark Færeyinga.
Brandur gerði sigurmark Færeyinga.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Átta leikir fóru fram í neðri deildum Þjóðadeildarinnar í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í B-deildinni og var mikil spenna.

Afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í Tyrklandi þar sem Tyrkir, sem voru að gera frábæra hluti fyrir Covid hlé, töpuðu gegn Ungverjum eftir jafnan leik.

Dominik Szoboszlai, ungstirni RB Salzburg, gerði eina mark leiksins á 80. mínútu.

Rússar höfðu þá betur gegn Serbíu þar sem sóknarmaðurinn stóri Artem Dzyuba skoraði tvennu. Aleksandar Mitrovic gerði eina mark Serbíu.

Gareth Bale spilaði fyrri hálfleikinn er Wales lagði Finnland að velli í hundleiðinlegri viðureign.

Kieffer Moore skoraði eina mark leiksins á 80. mínútu en í heildina áttu liðin níu marktilraunir á rúmlega 90 mínútum. Aðeins tvær þeirra rötuðu á rammann.

Að lokum náði Írland jafntefli í Búlgaríu eftir að hafa lent undir í upphafi síðari hálfleiks. Varnarmaðurinn Shane Duffy gerði jöfnunarmark Íra í uppbótartíma.

B-deild
Riðill 3:

Tyrkland 0 - 1 Ungverjaland
0-1 Dominik Szoboszlai ('80)

Rússland 3 - 1 Serbía
1-0 Artem Dzyuba ('48, víti)
2-0 Vyacheslav Karavaev ('69)
2-1 Aleksandar Mitrovic ('78)
3-1 Artem Dzyuba ('81)

Riðill 4:
Búlgaría 1 - 1 Írland

1-0 Bozhidar Kraev ('56)
1-1 Shane Duffy ('93)

Finnland 0 - 1 Wales
0-1 Kieffer Moore ('80)



Tveir leikir fóru þá fram í C-deildinni þar sem Moldavía náði heppnisjafntefli gegn Kósovó. Gestirnir frá Kósovó voru mun betri í leiknum og með ólíkindum að þeir hafi aðeins skorað eitt mark. Slóvenar gerðu þá markalaust jafntefli við Grikki.

Í D-deildinni gerði Lettland markalaust jafntefli við Andorru áður en Færeyingar unnu dramatískan sigur gegn Möltu.

Klaemint Olsen kom Færeyjum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir sneru stöðunni við og leiddu 1-2 á lokakaflanum.

Þá var komið að hinum Olsenunum í færeyska landsliðinu. Andreas jafnaði áður en Brandur, fyrrum leikmaður FH, gerði sigurmarkið á 90. mínútu.

C-deild:
Moldavía 1 - 1 Kósovó
1-0 I. Nicolaescu ('20)
1-1 B. Kololli ('71)

Slóvenía 0 - 0 Grikkland

D-deild:
Færeyjar 3 - 2 Malta
1-0 Klaemint Olsen ('25)
1-1 J. Degabriele ('37)
1-2 A. Agius ('73)
2-2 Andreas Olsen ('87)
3-2 Brandur Olsen ('90)

Lettland 0 - 0 Andorra
0-0 J. Ikaunieks ('56, misnotað víti)
Rautt spjald: V. Glutkovskis, Lettland ('71)
Athugasemdir
banner
banner