Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. september 2020 15:07
Arnar Laufdal Arnarsson
U-21 landsliðið styttir sér stundir á Hilton Nordica með Teqball
Brynjólfur Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Willum Willumsson og Ágúst Hlynsson við Teqball borðið
Brynjólfur Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Willum Willumsson og Ágúst Hlynsson við Teqball borðið
Mynd: Arnar Laufdal
Á morgun fer fram leikur Íslands og Svíþjóðar í undankeppni EM U-21 árs karla en leikurinn hefst klukkan 16:30 og fer hann fram á Víkingsvellinum í Fossvogi.

Strákarnir styttu sér heldur betur stundirnar meðan þeir eyða tíma sínum á Hilton Nordica hótelinu með því að spila Teqball. Teqball er ný íþrótt sem spiluð er á kúptu borði sem svipar til borðtennisborðs. Teqball sameinar fótbolta og borðtennis en í gegnum tíðina hefur „íþróttin“ verið kölluð skallatennis hér á landi.

"Þetta er bara fáránlega skemmtinlegt að spila þetta, við fengum borðið upp á hótel í gær og spiluðum þetta í 2 klukkustundir stanslaust maður getur bara gleymt sér í þessu" Sagði Ágúst Eðvald Hlynsson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hverjir eru bestir í liðinu í Teqball?

"Við tókum smá mót í gær, ég og Willum vorum saman í liði móti Binna Willums og Kolbeini Þórðar og síðan Sveini Aroni og Alfons en ég og Willum unnum þetta í erfiðum úrslitaleik við Binna og Kolla, lika það góða við þetta Teqball getur komið alvöru hiti í leikinn" Sagði Ágúst Hlynsson

Fótboltalið eins og t.d. Tottenham, Chelsea, brasilíska landsliðið, Juventus og Manchester United hafa sést nota borðin frá Teqball.

Fótboltastjörnur á borð við Lionel Messi, David Beckham, Eden Hazard, Ronaldinho og Joao Felix hafa einnig sést notað Teqball.

Smelltu hér til að nálgast Teqball á Íslandi
Athugasemdir
banner
banner
banner