Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. september 2021 23:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
3. deild: Elliði og KFG halda smá lífi í toppbaráttunni
Úr leik KFG og Vestra árið 2019
Úr leik KFG og Vestra árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í 3. deild í kvöld. Elliði fékk Augnablik í heimsókn og KFG fékk ÍH í heimsókn.

Elliði vann Augnablik með fjórum mörkum gegn einu. Elliði er í baráttu um annað sætið í deildinni. Liðið er stigi á eftir Ægi sem á þó tvo leiki til góða.

KFG vann 2-0 sigur á ÍH. ÍH lék manni færri síðustu 10 mínúturnar en Arnar Sigþórsson fékk að líta rauða spjaldið. Gylfi Karl Gíslason kom KFG yfir úr vítaspyrnu þegar skammt var eftir og Kári Pétursson skoraði seinna markið þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma.

KFG er með jafn mörg stig og Elliði en á leik til góða. ÍH er í fallbaráttu en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. Umferðin klárast á morgun með fjórum leikjum.

Elliði 4-1 Augnablik

KFG 2-0 ÍH
1-0 Gylfi Karl Gíslason ('87)
2-0 Kári Pétursson ('90)
Rautt spjald: Arnar Sigþórsson ('81)
Athugasemdir
banner
banner