Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 10:08
Elvar Geir Magnússon
FIFA skoðar kynþáttafordóma sem beindust að Sterling og Bellingham
Jude Bellingham, leikmaður enska landsliðsins og Borussia Dortmund.
Jude Bellingham, leikmaður enska landsliðsins og Borussia Dortmund.
Mynd: EPA
Raheem Sterling og Jude Bellingham, leikmenn enska landsliðsins, urðu fyrir kynþáttafordómum í 4-0 sigri Englands gegn Ungverjalandi í Búdapest í gær.

FIFA er með málið til rannsóknar en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kallar eftir því að brugðist verði við með afgerandi hætti. Svona hegðun þurfi að eyða úr leiknum.

Johnson skrifaði á Twitter að hegðun áhorfenda hafi verið algjörlega óásættanleg.

Dómarar leiksins og eftirlitsmenn munu skila skýrslu til FIFA.

UEFA dæmdi Ungverja til að spila þrjá heimaleiki án áhorfenda eftir kynþáttafordóma á EM alls staðar í sumar. Leikurinn í gær var í undankeppni HM og leikurinn var því í lögsögu FIFA.


Athugasemdir
banner
banner
banner