Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. september 2021 14:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hryllileg tækling: Messi stálheppinn að meiðast ekki illa í nótt
Mynd: EPA
Lionel Messi var hluti af argentínska landsliðinu sem vann 1-3 sigur gegn Venesúela í nótt. Leikurinn var hluti af undankeppni fyrir HM í Katar.

Messi var stálheppinn að geta haldið leik áfram eftir hræðilega tæklingu frá varnarmanni Venesúela á 29. mínútu.

Adrian Martinez var nýkominn inn á sem varamaður og fór með hægri fótinn í vinstri fót Messi. Atvikið má sjá hér að neðan.

Dómari leiksins gaf Martinez fyrst gult spjald en eftir skoðun í VAR breytti hann um skoðun og gaf Martinez rautt spjald.



Athugasemdir
banner
banner
banner