Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 03. september 2021 10:55
Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann: Þurfti nýja áskorun
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson gekk í vikunni í raðir FC Kaupmannahafnar frá Norrköping. Í viðtali við Aftonbladet fer hann yfir vistaskiptin.

Þar segist hann hafa komist að því seint á þriðjudagskvöld að danska stórliðið vildi kaupa sig og ekki búist við því að hlutirnir myndu ganga svona hratt fyrir sig.

„Fyrir mér er þetta rétt skref á þessum tíma, rétt skref í rétta átt. Það er ástæðan fyrir því að ég hafði mikinn áhuga þegar FCK hafði samband. Stórt félag sem berst um titla á hverju ári og leikur í Evrópu," segir Ísak Bergmann í viðtalinu en Vísir skrifaði upp úr því.

„Það vita allir að ég vill ná lengra á mínum ferli heldur en að spila eingöngu fyrir Norrköping. Ég vildi samt sýna félaginu virðingu því ég fékk tækifæri þar og verð þeim ævinlega þakklátur. Ég þurfti samt að taka næsta skref, ég þurfti nýja áskorun. Þú getur ekki bætt þig ef þú ert alltaf innan þægindarammans. Þú verður að taka skref í nýja átt til að verða betri."

Ísak hefur verið orðaður við stórlið í gegnum tíðina.

„Það var mikið talað um hin og þessi lið en ég vissi strax að ég vildi ekki fara til Manchester United, Juventus eða stórliða á borð við þau. Ég vill vera þar eftir tíu ár, þegar ég er 28 ára gamall og verð að nálgast mitt besta. Ég mun vinna að því takmarki allan þann tíma sem það tekur en það er samt ekkert stress," segir Ísak Bergmann.
Athugasemdir
banner
banner
banner