Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 03. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland um helgina - Hvaða lið falla?
Tindastóll er í neðsta sæti og þarf sigur gegn Selfoss
Tindastóll er í neðsta sæti og þarf sigur gegn Selfoss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV er í góðum séns á að fara upp en liðið á tvo leiki til góða á Kórdrengi
ÍBV er í góðum séns á að fara upp en liðið á tvo leiki til góða á Kórdrengi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina en fallbaráttan í Pepsi Max-deild kvenna skýrist og þá er einnig hart barist um sæti í Lengjudeild karla- og kvenna.

Selfoss mætir ÍBV í Lengjudeild karla í kvöld en Eyjamenn eru í góðri stöðu um að komast upp í efstu deild. Það er alvöru Suðurlandsslagur á JÁVERK-vellinum klukkan 17:30.

HK þarf þá sigur í Lengjudeild kvenna í fallbaráttunni en liðið spilar við Grindavík á Grindavíkurvelli. Augnablik og ÍA eru einnig í hættu á að falla úr deildinni.

Næst síðasta umferðin í Pepsi Max-deild kvenna hefst á morgun en þar er mjög svo hörð fallbarátta. Tindastóll er í neðsta sæti með 11 stig en liðið spilar við Selfoss.

Fylkir og Keflavík eru einnig í fallbaráttunni en Keflavík mætir Val á meðan Fylkir spilar við Þór/KA.

Kári og Fjarðabyggð gætu fallið niður í 3. deild karla um helgina

Hér fyrir neðan má sjá alla leiki helgarinnar.

Leikir helgarinnar:

föstudagur 3. september

Lengjudeild karla
17:30 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)

Lengjudeild kvenna
17:30 Grindavík-HK (Grindavíkurvöllur)

2. deild karla
17:30 Njarðvík-Reynir S. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Kári-Þróttur V. (Akraneshöllin)

3. deild karla
20:00 Elliði-Augnablik (Würth völlurinn)
20:00 KFG-ÍH (Samsungvöllurinn)

4. deild karla - úrslitakeppni
17:30 Hamar-Kormákur/Hvöt (Grýluvöllur)
20:00 KH-Vængir Júpiters (Valsvöllur)

laugardagur 4. september

Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Þróttur R.-ÍBV (Eimskipsvöllurinn)
14:00 Selfoss-Tindastóll (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Fylkir-Þór/KA (Würth völlurinn)
14:00 Keflavík-Valur (HS Orku völlurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Kórdrengir-Fjölnir (Domusnovavöllurinn)
14:00 Grindavík-Fram (Grindavíkurvöllur)
14:00 Vestri-Þór (Olísvöllurinn)

Lengjudeild kvenna
14:00 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)
14:00 ÍA-Afturelding (Norðurálsvöllurinn)
16:00 KR-Haukar (Meistaravellir)
17:00 Augnablik-Grótta (Kópavogsvöllur)

2. deild karla
14:00 KV-Leiknir F. (KR-völlur)
14:00 ÍR-Haukar (Hertz völlurinn)
16:00 Fjarðabyggð-KF (Eskjuvöllur)
17:00 Magni-Völsungur (Grenivíkurvöllur)

2. deild kvenna - úrslitakeppni
13:00 Fjarðab/Höttur/Leiknir-Fram (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Völsungur-Fjölnir (Vodafonevöllurinn Húsavík)

3. deild karla
14:00 KFS-Ægir (Hásteinsvöllur)
16:00 Höttur/Huginn-Dalvík/Reynir (Vilhjálmsvöllur)
16:00 Einherji-Sindri (Vopnafjarðarvöllur)
16:00 Víðir-Tindastóll (Nesfisk-völlurinn)

sunnudagur 5. september

Pepsi-Max deild kvenna
12:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsungvöllurinn)

Lengjudeild karla
13:00 Þróttur R.-Víkingur Ó. (Eimskipsvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner