Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. september 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía ekki tapað í 35 leikjum
Federico Chiesa fagnar marki sínu
Federico Chiesa fagnar marki sínu
Mynd: EPA
Evrópumeistaralið Ítalíu hefur ekki tapað í síðustu 35 leikjum liðsins en það gerði 1-1 jafntefli við Búlgaríu í undankeppni HM í gær.

Federico Chiesa gerði mark Ítalíu á 16. mínútu áður en gestirnir jöfnuðu á 39, mínútu.

Ítalir voru með mikla yfirburði á vellinum og með ólíkindum að liðið hafi ekki landað sigri.

Liðið hefur ekki tapað í síðustu 35 leikjum og hefur nú jafnað met Brasilíu og Spánar.

Spánn tapaði ekki í 35 leikjum frá 2007 til 2009 á meðan Brasilía gerði slíkt hið sama frá 1993 til 1996.

Ítalía er því einum leik frá því að bæta metið en það mætir Sviss í undankeppninni um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner