Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. september 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kane: Vonandi verður þeim refsað harðlega
Harry Kane í leiknum gegn Búlgaríu
Harry Kane í leiknum gegn Búlgaríu
Mynd: EPA
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, vonar að UEFA og FIFA refsi ungverska knattspyrnusambandinu harðlega eftir leik Ungverjalands og Englands í gær.

Stuðningsmenn Ungverjalands létu öllum illum látum í Búdapest í gær.

Hegðun þeirra var sorgleg. Fyrst bauluðu stuðningsmennirnir á leikmenn Englands fyrir að krjúpa á hné í baráttu þeirra gegn kynþáttafordómum og lætin héldu áfram á meðan leik stóð.

Breskir miðlar greindu frá því að stuðningsmennirnir hafi verið með kynþáttaníð í garð svartra leikmanna Englands og gefið meðal annars frá sér apahlóð.

Englendingar svöruðu því með að skora fjögur mörk og fagna fyrir framan stuðningsmennina en Kane fordæmdi hegðun Ungverja.

„Ég vona að UEFA refsi þeim harðlega fyrir þetta. Við vonum það svo innilega. Þetta eru vonbrigði því við komum hingað til að spila fótbolta og skemmta áhorfendum, hvort sem við erum að spila á heimavelli eða útivelli. Það er synd að nokkrir aðilar hafi ákveðið að haga sér svona," sagði Kane.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner