Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 03. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Lögmaður Kolbeins: Ákvörðun KSÍ einstaklega misráðin
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vísir birti í dag aðsenda grein frá lögmanninum Herði Felix Harðarsyni sem er lögmaður Kolbeins Sigþórssonar. Hörður er einnig hluti af áfrýjunardómstól Knattspyrnusambandsins.

Kolbeinn hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna atviks sem átti sér stað fyrir fjórum árum síðan. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í viðtali við RÚV síðasta föstudag og lýsti þar ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu Kolbeins.

Knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun að Kolbeinn yrði ekki með í landsleikjunum sem eru í þessum glugga vegna þessa máls. Þá hafa hörðustu stuðningsmenn Gautaborgar, félagsins sem Kolbeinn er samningsbundinn, krafist því að Kolbeinn yrði leystur frá störfum.

Í dag var svo greint frá því að Gautaborg hefði sent Kolbein í ótímabundið leyfi og birtist grein Harðar skömmu eftir þær fregnir. Hörður skrifar um þá ákvörðun stjórnar KSÍ að nafngreina Kolbein og taka hann úr landsliðshópnum.

Í greininni segir Hörður: „Nú rétt um 4 árum frá umræddu atviki stendur Kolbeinn frammi fyrir því að vera því sem næst útskúfaður í samfélaginu. Stjórn KSÍ hefur gripið til þeirrar fordæmalausu ákvörðunar að taka fram fyrir hendur þjálfara liðsins og banna þeim að velja Kolbein til landsliðsverkefna. Á sama tíma er Kolbeinn í sínu besta formi, eftir margra ára erfið meiðsli, og var kominn hingað til lands til að leggja sitt af mörkum. Ákvörðunin hefur sem fyrr segir vakið athygli víða um heim og Kolbeinn, sem er atvinnumaður í knattspyrnu, stendur frammi fyrir því að missa hugsanlega lífsviðurværi sitt."

„Er þetta raunverulega það þjóðfélag sem við viljum lifa í? Er það rétt og eðlilegt að einstaklingar séu fordæmdir og útskúfaðir með þessum hætti, án dóms og laga? Átti Kolbeinn að bregðast öðruvísi við á sínum tíma eða er það einfaldlega svo að ferill knattspyrnumanna sé á enda við hvers kyns hugsanlegar misfellur eða ásakanir? Það er mat undirritaðs að þessi ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið einstaklega misráðin en eflaust hefur sú geðshræring sem einkennt hefur alla umræðu í þjóðfélaginu undanfarna daga haft þar mikil áhrif. Jafn þarft og sjálfsagt og málefnið er þá verður að gæta þess að jafnt umræða sem þær ákvarðanir sem teknar eru, og varða mikilsverð réttindi einstaklinga, séu teknar faglega og af yfirvegun."


Smelltu hér til að lesa grein Harðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner